Súrnun sjávar - Föstudagsfyrirlestur

Í dag föstudaginn 18. mars verður fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar um súrnun sjávar. Fyrirlesturinn heldur Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun. Doktorsverkefni hennar lýtur að rannsóknum á áhrifum súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland.

Frá því iðnvæðing vesturlanda hófst fyrir 250 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar  á magni koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti jarðarinnar.  Eftir því sem iðnvæðingin hefur orðið hraðari og útbreiddari hefur þetta magn aukist hraðar.  Ein afleiðing þessara breytinga er súrnun sjávar sem er ekki síður alvarleg þróun en hlýnun jarðar.

Staður og tími: Stofa 131 í Öskju – náttúrufræðahúsi HÍ – kl 12:30, föstudaginn 18. mars.

Allir velkomnir

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þið hafið kannski gaman af að kíkjá á þetta:

http://www.eurekalert.org/pub_releases/2011-03/uoc--aa031611.php

"Bursts of intense global warming that have lasted tens of thousands of years have taken place more frequently throughout history than previously believe, according to evidence gathered by a team led by Scripps Institution of Oceanography, UC San Diego researchers."

"

Phil Sexton, a former student of Norris' now at the Open University in the United Kingdom, led the analysis of sediment cores collected off the South American coast. In the cores, evidence of the warm periods presented itself in bands of gray sediment layered within otherwise pale greenish mud. The gray sediment contained increased amounts of clay left after the calcareous shells of microscopic organisms were dissolved on the sea floor. These clay-rich intervals are consistent with ocean acidification episodes that would have been triggered by large-scale releases of carbon dioxide. Large influxes of carbon dioxide change the chemistry of seawater by producing greater amounts of carbonic acid in the oceans."

Hörður Þórðarson, 18.3.2011 kl. 09:11

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já, ekki spurning, takk fyrir það Hörður.

Þetta gæti orðið frétt á loftslag.is ef tími gefst til skrifta

Höskuldur Búi Jónsson, 18.3.2011 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband