Ráðstefnur um loftslagsmál

Á visir.is birtist grein í dag um ráðstefnu, sem ég var reyndar búinn að frétta af á öðrum vettvangi. Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum

Vísir, 09. mar. 2009 17:00

Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum

mynd
Segja vitleysu að Jörðin sé að hlýna.

Óli Tynes skrifar:

Yfir sjötíu vísindamenn sem efast um að Jörðinni stafi ógn af hlýnun af mannavöldum sitja nú ráðstefnu í New York.

Ráðstefnan í New York er sannarlega alþjóðleg. Vaclav Klaus forseti Tékklands setti hana í gær en Tékkland fer nú með forsæti í Evrópusambandinu. Klaus hefur sjálfur sagt að það sé vitleysa að Jörðin sé að hlýna af mannavöldum.

Það er The Heartland Institute sem gengst fyrir ráðstefnunni en sú stofnun telur bölsýnisspár um framtíð jarðarinnar alrangar.

Stofnunin segir að yfir 31 þúsund bandarískir vísindamenn hafi undirritað yfirlýsingu þess efnis að hlýnandi loftslag ógni ekki framtíð Jarðarinnar.

Fjölmiðlafulltrúi The Heartland Institute segir að tilgangurinn með þessari ráðstefnu sé að sýna stjórnmálamönnum og almenningi að umræðunni um hlýnun jarðar sé alls ekki lokið.

Það sé marg sem menn séu ekki sammála um og að alvöru vísindi sýni að Jörðin sé ekki að hlýna.

Hann segir að á seinni hluta tuttugustu aldar hafi jörðin hlýnað örlítið enda verð á leið út úr ísöld. Hún sé hinsvegar miklu svalari núna en hún var fyrir þúsund árum.  

Hér er heimasíða Heartlands og heimasíðu ráðstefnunnar. Um að gera að kynna sér málið, en hægt er að horfa á vídeó og fleira frá ráðstefnunni. 

Það er vissulega hægt að hafa efasemdir um gæði ráðstefnu sem eingöngu er ætluð að fjalla um hlýnun jarðar á einn veg, eins og auglýsing frá þeim gefur til kynna:

NY09Banner

Einnig getur maður sett spurningar við það að The Heartland Institute er stofnunin sem styrkir þessa ráðstefnu. Þetta er sama stofnunin og sögusagnir eru um að haldi uppi áróðri gegn því að óbeinar reykingar séu skaðlegar, hversu skynsamlegt sem það er. Þeir sem hafa styrkt Heartland Institude eru meðal annars tóbaksfyrirtækin vestra og t.d. olíufyrirtækið Exxon (og fleiri fyrirtæki tengd olíuiðnaðinum í bandaríkjunum). Því er það vissulega spurning hversu hlutlaus stofnun þetta er?

Þá getur maður líka sett spurningar við þá vísindamenn sem tala á þessari ráðstefnu, samanber grein sem ég rakst á á netinu:

A roomful of cynics

Það verður samt fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessari ráðstefnu, það verður allavega áhugavert hvort eitthvað nýtt kemur fram, eitthvað sem er óhrekjanlegt varðandi það að hlýnun jarðar (af mannavöldum) sé rugl.

Ráðstefnan sem menn eru síðan að bíða eftir verður í Kaupmannahöfn næsta vetur á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Ef menn nenna ekki að bíða eftir því, þá er önnur ráðstefna í mars, einnig í Kaupmannahöfn á vegum International Alliance of Research Universities (IARU sem gæti þýtt á íslensku alþjóðleg samtök rannsóknaháskóla). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Hér er grein þar sem Sir Nicholas Stern tekur nokkuð djúpt í árina um þessa ráðstefnu og þá sem halda hana. Ég vil ekki taka alveg eins djúpt í árina og hann, mér finnst sjálfsagt að það komi fram fleiri sjónarhorn en þau sem talin eru rétt. En vissulega getur það haft slæm áhrif á það að finna lausnir, ef menn stinga höfðinu of djúpt í sandinn.

Loftslag.is, 10.3.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, harkan í umræðunni virðist bara vera að aukast.

En hvað þýðir þetta hjá Óla Tynes? : „… á seinni hluta tuttugustu aldar hafi jörðin hlýnað örlítið enda verið á leið út úr ísöld.“

Ég hélt að síðustu ísöld hafi lokið fyrir um 10.000 árum. Eða er þetta bara einhver ónákvæmni og verið að tala um kuldaskeiðið sem lauk um 1900? Er „örlítil“ hlýnun virkilega rétta orðið yfir hlýnun á seinni hluta 20. aldar og er kannski sama ónákvæmni á ferðinni þegar sagt er jörðin sé núna „miklu“ svalari en fyrir þúsund árum?

Emil Hannes Valgeirsson, 10.3.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Loftslag.is

Jamm, líklega er hann að tala um litlu ísöldina. Ég hugsa að hann hafi þýtt einhverja fréttatilkynningu frá samtökunum og ruglast eitthvað í hugtökum. Nema hann sé að vitna í einhver stórkostleg ný sannindi sem eru að koma í ljós á þessari ráðstefnu, það yrði áhugavert.

Ég reyndar fletti aðeins í gegnum eitt erindið (pdf-glærur) og þar sá ég að einn ráðstefnugesta sagðist geta fundið út að hitastig á miðöldum hafi verið nokkuð hærra en það er nú, með því að útiloka trjáhringarannsóknir. Það verður fróðlegt að sjá svör vísindamanna t.d. við því erindi (ath: þetta var eina erindið sem ég fletti í gegnum, getur vel verið eitthvað annað merkilegra á þessari ráðstefnu).

Loftslag.is, 10.3.2009 kl. 19:40

4 Smámynd: Loftslag.is

Lausleg greining eins bloggara á ráðstefnunni: http://scienceblogs.com/deltoid/2009/03/shorter_heartland_conference.php

Loftslag.is, 17.3.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband