Loftslag.is opin

Núna opnar heimasíðan loftslag.is formlega, en þar kennir ýmissa grasa.

Þar munu t.d. birtast í dag fréttir um sjávarhita í ágúst, myndun íshellunnar á suðurskautinu og nýjar rannsóknir sem segja að niðursveifla í sólinni hægi á hlýnun jarðar af mannavöldum. Einnig má finna nokkur myndbönd, m.a. kynningu á kvikmynd sem verður frumsýnd á þriðjudaginn næsta.

Minnst verður á áhrif hlýnunar jarðar á tékkneska bjórinn og margt fleira sem of mikið er að telja upp hér. Þá verða samkvæmt venju opnunarpistlar ritstjórnar og svo rúsínan í pylsuendanum fyrsti gestapistillinn, en þar mun Halldór Björnsson skrifa gestapistil um sögu vísindanna og afleiðingar loftslagsbreytinga.

Auk þess eru föstu síðurnar margar hverjar tilbúnar - en þær sem á vantar koma á næstu vikum.
Endilega kíkið við og takið þátt frá byrjun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband