Loftslagsbreytingar – vísindin

Þetta er hluti undirsíðu af Loftslag.is

Hvað eru loftslagsbreytingar og hver er hinn vísindalegi grunnur á bakvið þær kenningar sem nú eru uppi um hlýnandi jörð?

Eitt af kortunum sem sýnir áætlaða aukningu á hitastigi jarðar.

Eitt af kortunum sem sýnir áætlaða aukningu á hitastigi jarðar (globalwarmingart.com)

Á þessum síðum verða skoðaðar kenningar um loftslagsbreytingar, þá sérstaklega þær sem eru í gangi núna – oft nefndar hlýnun jarðar af mannavöldum (e. Anthropogenic global warming – AGW).  Leitast verður við að svara því hvaða afleiðingar geta orðið vegna hækkandi hitastigs í heiminum og hvaða lausnir er verið að skoða til mótvægis hlýnun jarðar og aðlögun að henni. Á spurt og svarað verða sett fram ýmis hugtök og staðreyndir á aðgengilegan hátt. Síðast en ekki síst verður kíkt á nokkrar mýtur sem oft heyrast þegar rætt er um loftslagsmál. Þetta eru mýtur eins og “hitastigið fer ekki hækkandi”, “þetta bara er sólin” og margt fleira í þeim dúr.

Kenningin
Afleiðingar
Lausnir
Spurningar og svör
Mýtur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hverra trúar sem þú ert eða ekki. Við höfum allt um allar afleiðingar loftlagsbreytinga síðustu milljón árin nema þessa sem kannski fer í hönd. Afleiðingar hennar verða ekkert verri en síðustu en probaganda um að heimsendir sé í aðsigi kostar heiminum blóðpening. Það er líka mikill kostnaður í hugmyndum sem grænpólitíkin fer fram á eins og að breyta öllum heiminum  á einu bretti. Bílaframleiðendur eru flestir á hausnum vegna rannsókna og kröfu um tafarlausa framleiðslu á bílvélum sem menga minna hvað sem það kostar í pening eða mengun. Það er búin til mengunarskattur sem leggst endanlega á alla framleiðslu og eikur allan kostnað almennings.  Ég held að fólk ætti að fara varlega með kröfur og hvað þá loforð og ekki að nota mengun eða ekki mengun í pólitískum tilgangi.

Valdimar Samúelsson, 5.11.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Við erum tveir áhugamenn um loftslagsmál og þau vísindi í víðum skilningi - ekkert tengt trú. Við erum heldur ekki tengdir stjórnmálaflokkum á neinn hátt og fáum ekki greitt fyrir okkar skrif.

Fyrir forvitnis sakir: Hvaða fyrri loftslagsbreytingu ertu að bera saman við þessa sem nú er í gangi?

Höskuldur Búi Jónsson, 5.11.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég tel að það liggi aðrar ástæður að baki því að bílaframleiðendur standa illa fjárhagslega í dag og að það hafi lítið með þetta að gera.

Eins og Höski bendir á, er þessi síða ópólítísk, þó svo málið í sjálfu sér sé litað pólítík í augum sumra. Síðan fjallar í stuttu máli um, að segja frá því sem vísindin segja okkur um þær loftslagsbreytingar sem eru yfirstandandi og hugsanlegar afleiðingar þeirra.

Ég held á öndverðu meiði við þig Valdimar, að fólk eigi að fara varlega með það að krefjast business as usual, með óheftri losun. Það er engin að segja að allar breytingar þurfi að eiga sér stað frá degi til dags, þær munu að sjálfsögðu taka fleiri áratugi. En, því fyrr sem við áttum okkur á vandamálinu sem fylgir því að óheft losun gróðurhúsalofttegunda eigi sér stað út í andrúmsloftið, því fyrr getum við byrjað mótvægisaðgerðir. Sem betur fer lítur út fyrir að fleiri og fleiri hafi áttað sig á þessu, enda er almenn samstaða meðal vísindamanna um grunnkenningar þessara fræða.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það hafa verið mörg gróðurhúsatímabil síðustu milljónir ára. 

Það er sjálfsagt að hefta losun gróðurhúslofttegundir og ætti þá fyrst að stoppa alla uppgufun á vatni sem er meir en 90% af gróðurhúsalofttegundunum. Þar með öll gufuorkuver, uppgufun á stöðuvötnum só and só. Sjáið við vitum þetta öll. Mengun vegna bruna kolefna hefir minnkað síðustu hálfa öld og öll Evrópa er miklu hreinni en hún var og í dag sést varla kolareykur og nýja kynslóðin þ.e. líklega þið hafið ekki séð almennilega mengun eins og var um og eftir WWII. Sjáið hugmyndafræði ykkar er ekki byggð á gömlum merg. Ég sé hreinleika og að allt er að fara á besta veg en þið kannski sjáið mengun og að allt sé að fara í hundana.  

Valdimar Samúelsson, 5.11.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Valdimar

Losun koldíoxíðs hefur stóraukist á síðustu árum og áratugum, þannig að ekki halda þessi rök þín. Sjá t.d. hér.

Það er rétt það er minna sót en áður, en meira af koldíoxíði er losað nú af mannavöldum en áður. Frá 1971 hefur losun koldíoxíðs aukist um u.þ.b. 100%.

En afhverju segirðu að "við" séum að segja að allt sé að fara í hundana, ég hef trú á að við getum dregið úr losun og komið að hluta í veg fyrir að loftslagsbreytingar af mannavöldum verði óviðráðanlegar. Það hlýtur að mega benda á það sem vísindamenn segja um gróðurhúsaáhrifin og hugsanlegar afleiðingar þeirra. Það geri ég einmitt með þá von í hjarta að við munum ná árangri í framtíðinni. 

Ég vil benda lesendum á að lesa nánar um t.d. kenningarnar á Loftslag.is.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Valdimar: Við fjöllum meðal annars um mýtuna sem þú nefnir: Mýta: aðrar gróðurhúsalofttegundir, t.d. vatnsgufa eru mun áhrifameiri til hlýnunar.

Höskuldur Búi Jónsson, 5.11.2009 kl. 19:55

7 identicon

Valdimar, þessir gaurar vilja komast í grænt eins og Gore ;)

http://visir.is/article/20091105/FRETTIR02/212273476

Ari (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 19:43

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hehe, það eru ekki allir aurapúkar

Höskuldur Búi Jónsson, 6.11.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband