Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Endurnýjanleg orka - Lausn mánaðarins

Nú hefur góðkunningi okkar af YouTube Greenman3610 komið með nýtt myndband. Ekki nóg með að myndbandið sé nýtt heldur hefur hann í þessu myndbandi byrjað að skoða nýjan vinkil á umræðunni. Hingað til hefur hann aðallega tekið fyrir mýtur og ýmsa umræðu tengda efasemdum, eins og sjá má í mörgum af hans eldri myndböndum. Hingað til hafa myndbönd hans borið titilinn “Climate denial – Crock of the week” en komu þó ekki út vikulega þrátt fyrir nafnið. Núna virðist hann ætla að snúa sér að því (að minnsta kosti að hluta til) að skoða lausnir. Þessa nýju myndbandaröð sína kallar hann “Renewable energy – Solution of the month”, sem útleggst eitthvað á þann veginn; Endurnýjanleg orka – Lausn mánaðarins. Lýsing Greenman3610 (sem heitir réttu nafni Peter Sinclair) á þessu nýja myndbandi er á þessa leið:

Margir virðast halda, að það að kljást við loftslagsbreytingar muni þýða fátækt og takmörkun á þróun lífs okkar. Raunveruleikinn getur verið nákvæmlega andstæður. Tilfærslan til heims sem ekki er að berjast um síðasta olíudropan, þar sem orka er óháð, mun þýða betra líf, með betri tækifærðum, jafnvel fyrir vaxandi fólksfjölda. Ef við tökum réttar ákvarðanir, þá getum við verið á leið inn í tímabil meiri velmegunar í sögu mannkyns.

Já, hann er ekki að spara fleygu orðinn, en að vanda, er einhver broddur í myndböndum hans, sem verður til þess að maður veltir hlutunum fyrir sér, þó ekki sé annað. Fyrsta myndbandið í þessari nýju myndbandaröð Greenman3610, fjallar m.a. um tengilbíla.

Myndbandið má sjá á Loftslag.is:


Hálfrétt hálffrétt

Það er gott og vel að Morgunblaðið flytji fréttir af loftslagsmálum og hvað sé að gerast í þeim heimi öfgafrétta, þar sem einn spáir heimsendi vegna hlýnunar loftslags og aðrir halda því fram að það sé að kólna.

En það er þó hægt að setja spurningamerki við þessa frétt - þá ekki vegna þess að hún sé ekki fréttnæm, heldur hvernig Morgunblaðið kýs að strá efasemdarfræjum um skýrslu IPCC frá 2007 í heild - meðan villurnar sem um er rætt eru í einum hluta hennar - þ.e. skýrslu vinnuhóps tvö.

Til að gera langa sögu stutta, þá skiptist IPCC upp í þrjá vinnuhópa - eða eins og segir á vef veðurstofunnar:

Úttektir nefndarinnar eru unnar af þremur mismunandi vinnuhópum. Vinnuhópur eitt (WG1) fjallar um vísindalega þekkingu á veðurfari og loftslagsbreytingum. Vinnuhópur tvö (WG2) leggur mat á tjónnæmi (e. vulnerability) félags-, efnahags- og náttúrulegra kerfa, neikvæðar og jákvæðar afleiðingar loftslagsbreytinga og möguleika á aðlögun. Vinnuhópur þrjú (WG3) leggur mat á leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á aðrar leiðir til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar (af www.vedur.is).

Allt sem verið er að gagnrýna kemur úr vinnuhóp tvö (WG2) en þar inn hafa ratað heimildir sem ekki eru allar ritrýndar – oft skýrslur sem unnar eru upp úr ritrýndum greinum, en þar hefur greinilega slæðst inn villa m.a. varðandi jökla Himalaya. Skýrsla vinnuhóps eitt (WG1) sem fjallar um vísindalega þekkingu á veðurfari og loftslagsbreytingum, hefur sýnt sig að er byggð á góðum grunni . Helst má gagnrýna þá skýrslu fyrir vanmat á áhrifum loftslagsbreytinga frekar en hitt. T.d. má benda á að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru að bráðna hraðar en búist var við í skýrslunni (og samfara því er vanmat á hækkun sjávarstöðu) – einnig hefur bráðnun hafíss verið hraðari en búist var við af IPCC og fleira má nefna.

Það má því setja stórt spurningamerki við fyrstu málsgrein fréttarinnar sem vísað er í, í þessari færslu - en þar segir:

Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sætir vaxandi gagnrýni vegna frétta um að fundist hafi fleiri villur í skýrslu hennar frá árinu 2007 um loftslagsbreytingar af mannavöldum þar sem hún spáir m.a. 1,8-4° hlýnun á öldinni og hækkun sjávarborðs (af www.mbl.is).

Þetta er villandi, því villurnar eru ekki í skýrslu vinnuhóps eitt sem vann meðal annars að spálíkönum um hlýnun og hækkun sjávarborðs. Þarna er gefið í skyn að fundist hafi villur í spálíkönum um hita og hækkun sjávarborðs, þar sem það eina sem hægt er að gagnrýna IPCC varðandi þessa tvo þætti er vanmat.

Morgunblaðið virðist því falla í þá gryfju að þar sem villur hafa fundist í skýrslu vinnuhóps tvö, þá sé hægt að draga í efa skýrslu vinnuhóps eitt.

Á Loftslag.is fjölluðum við um þetta málefni meðal annars hér: Heit málefni

Ef einhver fær efasemdir um að jörðin sé að hlýna eftir þennan fréttaflutning, þá mælum við með að skoðuð séu sönnunargögn fyrir hlýnun jarðar á loftslag.is: Helstu sönnunargögn


mbl.is Fleiri villur í skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr gestapistill - Hin stuttu tímabil hlýnunar

Okkur langar bara að auglýsa nýjan gestapistil á Loftslag.is, þar sem Emil Hannes Valgeirsson, bloggari og grafískur hönnuður krefur til mergjar hin stuttu tímabil hlýnunar. Til að fræðast nánar um þessa nálgun hans á málinu, má smella á tengilinn hér undir:


Hitahorfur ársins 2010

Fyrst er kannski rétt að geta þess að sá El Nino sem er núna í gangi er ekki talin sérstaklega sterkur og alls ekki eins sterkur og sá sem var 1998 þegar síðast mældist svona hár hiti í lofthjúpnum. En það eru margir þættir sem áhrif á hitastig í heiminum og El Nino er m.a. einn af þeim. Í nýlegri færslu á Loftslag.is litum við yfir helstu áhrifaþætti varðandi hitastig ársins 2010. Þar er m.a. komið inn á El Nino, sólvirkni og sólbletti ásamt öðrum náttúrulegum þáttum.

  • Hitahorfur fyrir árið 2010 - Hér er litið á horfur með nokkra náttúrulega þætti sem taldir eru hafa áhrif á skammtímasveiflur í veðri og horfur fyrir árið 2010
Hérundir er graf með sólblettum sólar, sem hafa verið í lágmarki að undanförnu.

 Spá NASA/ Marchall Space Flight Center um framhaldið í sólblettasveiflu sólarinnar.


mbl.is „Jólabarnið“ hlýjar ekki Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heit málefni

Það er ekki ofsögum sagt að margt sé í gangi ar4-wg2.jpgnúna í loftslagsumræðunni og reyndar ómögulegt að fylgjast nógu vel með, til að halda því öllu til haga. Í pistli á Loftslag.is er minnst á nokkur atriði, til að mynda IPCC og Pachauri - CRU og Climategate

  • Heit málefni - Fjallað er um ýmis heit málefni sem eru í loftslagsumræðunni þessa dagana

Gestapistill og ný frétt

Okkur langar að vekja athygli á 2 nýjum færslum á Loftslag.is.

Fyrst skal nefna nýjan gestapistil eftir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing, og nefnist pistill hans Trúverðug 10 ára veðurfarsspá? - Þar er kynntur til sögunnar einn hinna ungu loftslagsvísindamanna sem áorkað hafa miklu á örfáum árum í því að sannreyna orsakasamhengi veðurfars við breytingar í hita sjávar og hafstrauma.

Í öðru lagi var að birtast ný frétt, Sveiflur vatnsgufu í heiðhvolfinu -  Frétt um nýlega rannsókn á vatnsgufu í heiðhvolfinu, sem gæti haft töluverð áhrif á það hvernig menn sjá fyrir sér hlýnun jarðar á komandi áratugum.

 


Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum?

Fyrir stuttu var ritstjórum Loftslag.is boðið að gerast þýðendur fyrir síðuna Skeptical Science. Eins og eflaust einhverjir hér vita þá er það síða sem sérhæfir sig í að greina röksemdir efasemdamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum og skoða hvort einhver vísindi eru á bak við þau rök. Það má því búast við því í framtíðinni að þegar skoðuð eru rök á Skeptical Science, þá fari að birtast valmöguleikar um að skoða viðkomandi síðu á íslensku.

Nú erum við búnir að þýða fyrstu færsluna, en hún fjallar um þau rök efasamdarmanna að þar sem það hafa áður orðið loftslagsbreytingar án athafna manna, þá séu loftslagsbreytingar nú ekki af mannavöldum. Sjá Does past climate change disprove man-made global warming? - en þar á nú að sjást íslenskur fáni ofarlega til hægri. Endilega skoðið og látið okkur vita ef textinn er í einhverju rugli – en það hafa verið vandamál með íslenska stafi.

Við munum setja inn þýðingarnar á Loftslag.is jafn óðum og þær eru tilbúnar.

Fyrstu færsluna í þessu samstarfi er nú þegar hægt að lesa á Loftslag.is - Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum?
 

Viðburðir tengdir loftslagsmálum

Á Loftslag.is, er viðburðadagatal sem ekki hefur fengið mikla athygli hjá okkur hingað til. En ef vel er athugað má sjá viðburðina neðst í hliðarstikunni til hægri á Loftslag.is. Okkur langar að vekja sérstaka athygli á ákveðnum fyrirlestri, sem við höfum báðir hug á að sækja nú á laugardag. Þetta er erindi Halldórs Björnssonar í fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Nánar er hægt að lesa um þennan fyrirlestur í færslunni "Viðburðir tengdir loftslagsmálum".


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband