Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

20 heitustu árin í heiminum frá 1880

Það er athyglisvert að athuga hvaða ár eru heitust í heiminum frá 1880. Í tölum frá NOAA, sem sýndar eru á loftslag.is, eru  öll árin frá því eftir aldamót (2000) á topp 10, árin 1998 kemst einnig á topp 10. Af þeim árum sem eru á topp 20 listanum er 1983 það ár sem er lengst frá okkur í tíma. Sem sagt þá eru þrjú ár frá 9. áratugnum á listanum, átta ár frá 10. áratugnum. Og eftir 2000 eru öll árin á topp 10 eins og fram hefur komið.

Sjá nánar á loftslag.is, 20 heitustu árin í heiminum frá 1880  

Tengdar færslur á loftslag.is:


Hlýnun reikistjarna

Á loftslag.is er síða þar sem við höldum utan um ýmsar mýtur sem oft koma upp í umræðunni um loftslagsmál, þær eru af ýmsum gerðum og misdjúpar. Við mælum með að fólk skoði mýtusíðuna, en hér fyrir neðan er sýnishorn á einni mýtu sem stundum kemur upp í umræðunni:

Mýta: Aðrar reikistjörnur í sólkerfinu eru að hlýna.

Með þessari mýtu er því haldið fram að þar sem aðrar reikistjörnur (og tungl) í sólkerfinu séu að hlýna, þá hljóti utanaðkomandi öfl að valda hlýnuninni þar og á jörðinni – þ.e. að hlýnunin sé af völdum Sólarinnar.

 Það er þrennt sem er rangt við þessa mýtu:

  1. Ekki eru allar reikistjörnur að hlýna, sumar eru að kólna.
  2. Sólin hefur ekki sýnt aukna virkni.
  3. Það eru aðrar skýringar á því af hverju sumar reikistjörnur eru að hlýna.
Sjá nánar á loftslag.is, Hlýnun reikistjarna


Um sjávarstöðubreytingar

Um sjávarstöðubreytingar, eftirfarandi texti er úr skýrslunni Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – gefin út af Umhverfisráðuneytinu árið 2008:  

Líkleg hækkun sjávaryfirborðs til loka aldarinnar er háð því hversu mikið hlýnar, en varmaþennsla veldur um 70% af hækkuninni. Stór óvissuþáttur í sjávaryfirborðshækkun felst í hugsanlegum breytingum á ísflæði í stóru íshvelunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Þessi óvissuþáttur er ekki tekinn inn í útreikninga IPCC, en gæti aukið við sjávaryfirborðshækkunina. Hér að neðan verður því miðað efri mörk hækkunarinnar sem kemur fram hjá IPCC. Þetta er ófullkomin aðferð við að vega saman óþekkta óvissu vegna hugsanlegrar aukningar ísflæðis og þekktrar óvissu vegna annarra þátta, og mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að útiloka mun meiri sjávaryfirborðshækkun (Úr skýrslunni Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – gefin út af Umhverfisráðuneytinu árið 2008).

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Sjávarstöðubreytingar

Tengdar færslur á loftslag.is:


Hnattræn hlýnun á 10 mínútum

Í myndbandi, sem hægt er að sjá á loftslag.is, svarar James Powell ýmsum spurningum varðandi hnattræna hlýnun. Hann fer yfir helstu sönnunargögnin varðandi hnattræna hlýnun af mannavöldum. Fyrsta spurningin sem hann veltir upp er: “Er hnattræn hlýnun veruleiki?” Svo lítur hann á ýmsar vísbendingar, mælingar og gögn sem til eru efnið. Í myndbandinu tekst Powell að fara yfir mikið af efni og gögnum á aðeins 10 mínútum sem það varir.

Hægt er að sjá mynbandið á loftslag.is,  Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum 

Tengdar færslur á loftslag.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband