Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Okkur er það ánægja að kynna gestapistil sem birtist í dag (16. feb.) á Loftslag.is. Höfundur er Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér undir má lesa inngang pistilsins, allan pistilinn má lesa á Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Inngangur

Ártalið 2035 hefur verið mjög til umræðu í dagblöðum og vefmiðlum um víða veröld frá því í nóvember sl. Skyndilega komst í hámæli að margumrædd loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, hefði spáð því í viðamikilli skýrslu sinni að jöklar Himalayafjalla bráðnuðu svo ört í hlýnandi loftslagi að þeir yrðu líklegast með öllu horfnir árið 2035. Það mundi þýða að um 12.000 rúmkílómetrar jökulíss, sem jafngildir meir en þreföldu rúmmáli allra jökla á Íslandi, bráðnuðu úr fjöllunum á komandi aldarfjórðungi og rynnu til sjávar um stórfljót á borð við Ganges, Indus og Brahmaputra. Þessi frægu fljót má kalla lífæðar hundraða milljóna manna í Asíulöndum og þótt ekki mundu þau þurrkast upp ef jöklarnir hyrfu mundu rennslishættir þeirra breytast og áhrifin á landbúnað og lífsskilyrði á Indlandi og víðar yrðu að líkindum veruleg.

Varla er ofmælt að gagnrýni á umrædda spá og fleira í starfi nefndarinnar hafi gengið Himalayafjöllunum hærra í heimspressunni að undanförnu og verður nánar að því máli vikið síðar í þessum pistli. En hugum fyrst að stuttu yfirliti um snjó- og ísþekju í þessum mesta fjallgarði Jarðar, sem stundum hefur verið nefndur Himinfjöll á íslensku.

Nánar á Loftslag.is:

Hægt er að gera athugasemdir við færsluna á Loftslag.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband