Loftslagsbreytingar til forna – lærdómur til framtíðar

Þegar saga loftslagsbreytinga Jarðar er skoðuð þá virðist allt benda til þess að hitastig Jarðar í náinni framtíð eigi eftir að verða mun meiri en búist er við, vegna áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Jeffrey Kiehl hjá NCAR lýsir í þessu myndbandi hver staðan gæti orðið ef ekki verður dregið úr losun á CO2 – en í lok þessarar aldar þá gæti styrkur þess verið orðinn svipaður og fyrir 30-100 milljónum ára – en þá var hitastig mun hærra en í dag.

Hitastig Jarðarinnar mun halda áfram að hækka næstu aldir og þúsaldir vegna hækkandi styrks CO2 í andrúmsloftinu.  Samkvæmt Kiehl þá er jafnvægissvörun loftslags til lengri tíma litið um tvöfallt hærri en skammtímabreytingar gefa til kynna. Það sé vegna þess að loftslagslíkön eigi í erfiðleikum með að herma breytingar eins og bráðnun jökulbreiða – sem gerast á öldum eða þúsöldum og magna upp upprunalegu hlýnunina af völdum CO2.

[...] 

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Loftslagsbreytingar til forna – lærdómur til framtíðar

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband