Hnattræn losun CO2 fyrir árið 2009

Í the Guardian er hægt að skoða nýtt kort sem sýnir hlutfallslega losun CO2 eftir löndum, en þar er einna mest aukning hjá Kína og Indlandi milli áranna 2008 og 2009. Á sama tíma þá minnkar losun í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og Evrópu.

Milli áranna 2008 og 2009 þá jókst losun frá Kína um 13,3% og losaði um 7,7 milljarða tonna – en næst þar á eftir eru Bandaríkin með um 5,4 milljarða tonna á ári.

[...]

Nánar á loftslag.is, þar sem hægt er að sjá kortið, Hnattræn losun CO2 fyrir árið 2009

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er áhugaverð frétt um aukna bráðnun Grænlandsjökuls og lengri tíma hennar ár hvert.

Matthías (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 12:28

2 identicon

Mig langar til að spyrja hvort við séum ekki bara komin yfir tipping point í þessum loftslagsmálum og hvort það verði nokkuð snúið við?

albert (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 12:51

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir ábendinguna Matthías, þetta er áhugaverð frétt, við skrifum kannski eitthvað um þetta við tækifæri. Við höfum fjallað um svipað efni, eins og t.d. má sjá hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 12:55

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Albert, þau sjónarmið hafa heyrst að við höfum farið yfir einhverja vendipunkta í loftslagsbreytingum. Ég ætla svo sem ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur í því hvort að ekki verði aftur snúið eða ekki, en mig langar að benda á frétt þessu tengt af loftslag.is, Vendipunktar í vistkerfum, þar sem segir meðal annars:

Vísindamenn eru almennt sammála um það að hnattrænar breytingar í loftslagi hafi áhrif á umhverfið – þ.e. breytingar á úrkomu, hitabylgjum, hækkandi sjávarstöðu, vatnsskort á þurrum svæðum o.fl. Margir hverjir telja að hætta sé á að farið sé yfir svokallaða vendipunkta, þ.e. að farið verði yfir ákveðna þröskulda við lítilsháttar aukningu í hitastigi, sem hafa myndi miklar breytingar á kerfum jarðar.

Hér má einnig lesa meira um vendipunkta, Tipping Points - tafla 1 er sérstaklega áhugaverð.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband