Efasemdir eða afneitun

Endurbirting færslu frá síðastliðnu vori.

Tölublað New Scientist, frá 15. maí, er sérstaklega helgað umræðu um tímaskeið afneitunar (e. Age of Denial). Í blaðinu er rætt um ýmiskonar afneitun á vísindum, þar með talið afneitun á loftslagsvísindum. Það virðast vera svipaðar aðferðir notaðar við afneitun vísinda í sambandi við tengsl krabbameins tóbaksnotkunnar og afneitun á loftslagsvísindum.

Mig langar að benda á grein úr þessu tölublaði, sem nefnist, Lifað í afneitun: Þegar efasemdarmaður er ekki efasemdarmaður (e. Living in denial: When a sceptic isn’t a sceptic). Í þessari grein er munurinn á efasemdarmönnum og afneitunarsinnum skoðaður. Greinin er skrifuð af Michael Shermer þar stendur meðal annars, í lauslegri þýðingu:

Hver er munurinn á efasemdarmanni og afneitunarsinna? Þegar ég kalla sjálfan mig efasemdarmann, þá á ég við að ég noti vísindalega nálgun til að leggja mat á rökin. T.d. mun efasemdamaður um loftslagsmál, skoða hverja staðhæfingu fyrir sig og varfærnislega skoða rökin og er tilbúinn að fylgja staðreyndunum þangað sem þær leiða hann.

Sá sem afneitar loftslagsvísindunum, er með fyrirfram ákveðnar skoðanir og fer í gegnum gögnin með notkun “hlutdrægrar staðfestingar” – sem er hneigðin til að leita að og finna gögn sem staðfesta fyrirfram ákveðnar skoðanir og vísa öðru á bug.

Í greininni er rætt um efasemdar í sambandi við vísindalegar aðferðir, þar sem nota þarf gagnrýna hugsun til að skoða gögn og mælingar. Það má segja að til að vera vísindamaður, þá þurfi að koma til nokkuð mikið af hugsun byggða á efasemdum og gagnrýnni hugsun.

[...]

Nánar um þetta á loftslag.is, Efasemdir eða afneitun 

Tengt efni af loftslag.is:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísindi eins og notað er í lofslagsvísindum eru ekki vísindi, vegna þess að um er að ræða fólk sem er að reyna að sanna sannfæringu sína.  Slíkt eru ekki vísindi ... það er skilda vísindamans að "efast", það er grunnur allra vísinda ... eða eins og svíarnir orða það "tro skal du i kyrkan".  Stærsti hluti manna sem ganga menntabrautina í dag, eru ekki vísidnamenn og stunda ekki vísindi ... þeir eru menn sem ganga vísindabrautina vegna peninga, eða vegna sannfæringar ... trúarlegar í flestum tilfellum.  Lofslagsvísindi eins og þið birtið hana hér, ganga ekki út á vísindi eða skilning á umhverfinu, heldur út á það að finna blóraböggul ... eins og verið er að gera í Íslensku efnahagslífi ... slíkt eru ekki, og verða aldrei vísindi.  Og niðurstöður slíkra aðila, eru ekki til að taka mark á þeim ... slíkar niðurstöður verða að fara aðrar boðleiðir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 11:31

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Bjarne: Þín athugasemd er þannig að það er eins og þú hafir ekki lesið færsluna sem vísað er í.  Svör við pælingum þínum er einmitt að finna þar, sjá Efasemdir eða afneitun

Höskuldur Búi Jónsson, 9.2.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband