Fréttayfirlit síðustu viku - Loftslag.is

Hér er stutt yfirlit yfir færslur vikunnar af Loftslag.is. Einnig er yfirlit yfir fréttir sem við rákumst á við fréttaöflun vikunnar, en gerðum ekki sérstakar færslur um. Þetta eru stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt, beint eða óbeint.

Yfirlit - fréttir og pistlar vikunnar

loftslagÝmsar fréttir og blogg hafa birst í vikunni. Fyrst má nefna 2 nýjar fastar síður, undir mýtunum. Þetta eru mýturnar "Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð" og "Aðrar reikistjörnur í sólkerfinu eru að hlýna". Samhliða seinna efninu var einnig gerð bloggfærsla, þar er hægt að gera athugasemdir og setja umræðu í gang um efnið. Helstu fréttir vikunnar eru m.a. um nýja skýrslu frá umhverfisráðuneytinu, um nýtt verkefni NASA þar sem gerðar eru mælingar á ísnum á Suður- og Norðurskautinu, frétt um sumarbráðnun hafíssins á Norðurpólnum og ekki má gleyma frétt um viðtalið sem við félagarnir fórum í, á Útvarp Sögu, í Vísindaþættinum. Í stað gestapistils vikunnar, sem ekki gat orðið af, þá gerðum við bloggfærslu um það sem við megum eiga í vændum á komandi vikum. Ýmis myndbönd og einnig léttmeti komu á vefinn í vikunni, helst ber að nefna 2 fróðleg myndbönd, í fyrsta lagi ber að nefna fræðslumyndband NASA um hafísinn og svo myndband um loftslagssamsærið - hvað er nú það? Síðast en ekki síst má nefna léttmeti vikunnar, dæmi er myndband með Bill Maher, þar sem hann veltir fyrir sér spurningum um efasemdarfólk og svo færsluna um torfþök á öll hús - ætli það geri nú eitthvað gagn?

Stuttar fréttir

Það er margt gert til að draga úr losun koldíoxíðs. Japanska flugfélagið All Nippon Airways hefur t.d. hafið tilraun sem gengur út á að flugfarþegum er boðið að pissa áður en gengið er um borð í flugvélar félagsins. Þetta er enn á tilraunastigi hjá flugfélaginu, en gert er ráð fyrir að hægt sé að draga úr heildarþyngd flugvélanna með þessari ráðstöfun. Þetta gengur þannig fyrir sig að sérstakir "klósett verðir" eru til staðar sem minna fólk á að létta á sér áður en gengið er um borð. Flugiðnaðurinn hefur nýlega samþykkt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem svarar 50% frá 2005 losuninni fyrir árið 2050. Bæði á að nota ýmiskonar stefnubreytingar (eins og þessi tilraun er hluti af) og með notkun skilvirkari tækni. Sjá nánar hér.

Ný rannsókn bendir til þess að frá árinu 1850 þá megi rekja um helming sjávarstöðubreytinga til mannlegra athafna. Einnig fundu vísindamennirnir að einungis fjórir sentimetrar af þeim 18 sentimertum af hækkandi sjávarstöðu væri af náttúrulegum ástæðum. Fyrir 1800 þá er hægt að útskýra allar sjávarstöðubreytingar með náttúrulegum breytingum - t.d. vegna breytinga í hita sem nær til jarðar frá sólinni (sveiflur í virkni sólar eða vegna eldgosa). Sjá nánar hér.

Greining á kínverskum annálum sem spanna yfir tvö þúsund ár, sýna að engisprettufaraldar eru líklegri í heitu og þurru veðri, sérstaklega í norðurhluta Kína.  Vistfræðingar hafa deilt um það hvað hefur áhrif mest áhrif á stofnstærð dýrategunda á löngum tíma - sumir halda því fram að loftslag hafi mest áhrif á meðan aðrir halda því fram að t.d. samkeppni og afrán séu meira ráðandi. Sjá nánar hér.

 

Veðurfarsskýrslur James Cook, sem hann skráði skipulega á hádegi dag hvern á ferð sinni um hið óþekkta, eru taldar geta hjálpað vísindamönnum að spá fyrir um loftslagsbreytingar. Skrár Cooks og fleiri landkönnuða er nú verið að endurrita og setja á stafrænt form og er talið geta hjálpað loftslagsfræðingum að greina breytingar í veðrakerfum. Gögnin sem geymd eru í Kew, innihalda einstök og nákvæm gögn með hitastigi, hafís, loftsþrýstingi og vindstyrk og átt víða að úr heiminum. Sjá nánar hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Birtið þið aldrei greinar eftir vísindamenn sem hafa efasemdir um hlut mannsins í loftslagsbreytingum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það veit engin hvað framtíðin ber í skauti sér

En Gunnar: Ef þú ert með efnisleg rök við einhverjar af greinunum á Loftslag.is, þá er þér velkomið að koma með athugasemdir á síðuna (fínt er ef það fylgdu tilvitnanir í greinar eða fólk) og við skulum skoða það nánar. Mér finnst það ódýr leið og auðveld hjá þér að koma í viku hverri (eða oftar) með athugasemdir (án nokkura raka) hér á blogginu, til þess eins að reyna að gera lítið úr framtakinu, bara vegna þess að það samrímist ekki þínum eigin skoðunum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, nei, ég er alls ekki að gera lítið úr þessu. Fórnfúst og mikið starf hjá ykkur sem ber að virða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 16:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

http://wattsupwiththat.com/ eru aðrar skoðanir, ekki síður áhugaverðar

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 16:37

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég þekki málflutning Anthony Whatts þokkalega vel. Spurning hvort að við ættum að taka verkefnið með hitamælana hjá honum upp, það er hugmynd? En hægt er að kynna sér það betur í eftirfarandi myndbandi, sem Anthony Watts reyndi að fá bannað á YouTube, þar sem það fór nokkuð vel í saumana á því verkefni; varúð þetta er kaldhæðið myndband

http://www.youtube.com/watch?v=P_0-gX7aUKk&feature=rec-HM-fresh+div

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 16:47

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig langar líka að bæta við tengli á svar frá sérfræðingum NOAA vegna fullyrðinga Anthony Watts um að ekki væri í lagi með hitamælastöðvarnar eða að eitthvað væri rangt í athugunum varðandi hitastig. Það kemur reyndar nokkuð heim og saman við það sem kemur fram í myndbandinu, þarna eru bara vísindamenn að svara.

http://www.ncdc.noaa.gov/oa/about/response-v2.pdf

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég efast ekki um að þarna séu einhverjar vitleysur, enda þetta blogg hálfgert trúboð í hina áttina. En varla er allt tóm steypa þarna... eða hvað?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 21:43

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er auðvitað best að kynna sér málin frá sem flestum hliðum. Ég fer oft inn á WattsUpWithThat enda er þar ýmislegt athyglisvert að finna, ekki síst í umræðunum. Maður verður þó að hafa í huga að Anhony Watts er mikill efasemdamaður um hlýnun af mannavöldum og velur úr þau umfjöllunarefni sem henta þeim málstað. T.d. var talsvert talað um að það hafi verið kalt á Norðuríshafinu framan af sumri og þá gjarnan vitnað í línurit frá Dönsku veðurstofunni sem sýnir slíkt. Hinsvegar hefur ekkert verið fjallað um hitann þarna norðurfrá undanfarið af skiljanlegum ástæðum. Línuritið má finna hér: http://ocean.dmi.dk/arctic/meant80n.uk.php

Emil Hannes Valgeirsson, 9.10.2009 kl. 22:43

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eins og fyrr sagði, þá þekki ég ágætlega til síðunnar hjá Watts. En mér þykir þó betra að umræðan snúist um eitthvað ákveðið málefni, heldur en um heila heimasíðu, sem hugsanlega hefur að geyma eitthvað sem ekki er "steypa".

Þ.a.l. vil ég hvetja þig, Gunnar, til að koma með málefnalegar athugasemdir á Loftslag.is við málefni sem þér þykir þess leg, með tilvitnunum í það sem þér þykir hæfa í hvert og eitt skiptið. Við skulum reyna að svara því eins og hægt er í hvert og eitt skipti á málefnalegum nótum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 23:06

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jamm, ég skoða allavega wattsupwiththat nánast á hverjum degi - því þá veit maður allavega hverju maður má eiga von á frá þeim sem eru í djúpum efasemdum (afneitun eins og ég vil kalla það). Einnig vísar hann oft á skemmtilegt efni - þó hann túlki það oftast vitlaust (að mínu mati). En arfavitleysan sem kemur þarna og sérstaklega í athugasemdunum er erfið á að horfa - svo má ekki andmæla honum í athugasemdum - það fæst ekki birt.

Höskuldur Búi Jónsson, 9.10.2009 kl. 23:09

11 identicon

Hvað segja höfundar þessara síðu um kenningar James Lovelock sem hefur skrifa bækurnar Gia. en í nýlegu viðtali á BBC í Hardtalk sem er hægt að finna á youtube. Segir  hann að við séum longu komnir yfir tipping point.

Hann segir einnig að allar þessar sölur með mengunarkvóta og að reyna draga úr losun núna sé bara peningaplokk og allt of seint.  Við þurfum bara að reyna að aðlaga okkur að því sem koma skal

Pálmi (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 14:42

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Pálmi

Ég þekki nú ekki svo mikið til þessa manns sem þú nefnir. Eftir stutta könnun af minni hálfu, með gúglinu, þá sýnist mér þessar skoðanir hans heldur umdeildar. Persónulega er ég nú heldur bjartsýnni á framtíðina og möguleika okkar á að koma í veg fyrir að loftslagsbreytingar af mannavöldum verði óviðráðanlegar. En loftslagsbreytingar af mannavöldum eru alvarlegt mál sem við mannfólkið þurfum á einhvern hátt að taka sameiginlega á.

Mbk.
Annar umsjónarmanna loftslag.is
Sveinn Atli

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 23:47

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mengun af mannavöldum er klárlega mikið vandamál í heiminu, á láði, lofti og legi. Vonandi verður þessi loftslagshystería til þess að vísindamenn leggi sig enn meira fram um mengunarvarnir. Mikið hefur reyndar áunnist á undanförnum árum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband