Lausnin er að minnka losun

Því fyrr sem við tökum ákvörðun um að minnka losun, því stærri möguleika höfum við á að koma í veg fyrir óafturkræfar loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,  svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina.

Minni losun

Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Eitt af grunnatriðum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin gerir ráð fyrir því að gróðurhúsalofttegundir valdi hækkandi hitastigi.  Þar af leiðandi eru t.d. lausnir þar sem gert er ráð fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda  mikilvægar í mótvægisaðgerðunum vegna hlýnunar jarðar...

Nánar er hægt að lesa um lausnir og mótvægisaðgerðir á Loftslag.is


mbl.is Skiptar skoðanir um loftslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Er markmiðið virkilega að reyna stöðva loftslagsbreytingar? Eitthvað held ég nú að það verði erfitt, jafnvel þótt almáttugur Guð væri samherji í því verki.

Hvaða hlýnun er það svo sem þarf að stöðva og snúa við til að "kæla jörðina"? Það er hætt við að hún sé illmælanleg á seinasta áratug eða svo.

Væri ekki nær að eyða trilljörðunum í að þróa ný lyf, byggja betri hús og flóðgarða og á annan hátt gera mannkyninu kleift að aðlagast sífellt breytilegu loftslagi? Ánna Thames lagði með ís á hverjum vetri á miðöldum en er í dag opin siglingarleið allt árið. Korn var ræktað víða á Íslandi á landnámsöld en í dag þykir sauðfjárrækt fýsilegri. Allt breytist, og mennirnir þurfa að breytast með.

Geir Ágústsson, 7.10.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Loftslag.is

Ætli þetta sé ekki rangt orðað, en markmiðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar af mannavöldum. Sérstaklega þegar um er að ræða miklar loftslagsbreytingar, eins og sumar spár gera ráð fyrir. Við lögum þetta, takk fyrir ábendinguna.

Loftslag.is, 7.10.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það hefur ekki orðið kólnun seinasta áratug eða svo, trendið er klárlega upp á við. Öll árin eftir 2000 eru á topp 10 listanum yfir heitustu ár frá því mælingar hófust, og það eru töluverðar líkur á því að 2009 verði þar einnig. Við mennirnir þurfum að breytast það er rétt og það sem þarf að breytast er að við tökum ábyrgð á þeim afleiðingum sem leiða af hækkandi hitastigi af mannavöldum. Ein af lausnunum er að minnka losun koldíoxíðs í andrúmsloftinu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Geir: Ég hef rætt þetta við þig áður (á þinni síðu í vor), veit ekki hvers vegna þú hlustar ekki á rök - svona rökvís gæi eins og þú ert.

Hvaða hlýnun er það svo sem þarf að stöðva og snúa við til að "kæla jörðina"? Það er hætt við að hún sé illmælanleg á seinasta áratug eða svo.

Skoðaðu þetta af loftslag.is

Væri ekki nær að eyða trilljörðunum í að þróa ný lyf, byggja betri hús og flóðgarða og á annan hátt gera mannkyninu kleift að aðlagast sífellt breytilegu loftslagi?

Það er mun skynsamlegra að eyða peningum í að koma í veg fyrir að þurfa að gera þetta sem þú nefnir í sívaxandi mæli - eins og segir í vísindaskýrslunni sem unnin var fyrir umhverfisráðuneytið í fyrra:

Einnig má merkja áhrif loftslagsbreytinga á þætti tengda heilsufari, svo sem á dauðsföll vegna sumarhita í Evrópu, frjókornaofnæmi utan hitabeltisins á norðurhveli jarðar og smitleiðir farsótta á sumum svæðum... (um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi).

Þá held ég að þú ættir að skoða þetta, varðandi sjávarstöðubreytingar, ekki reyna að halda því fram að við óhefta losun CO2 þá munum við geta aðlagast þessum breytingum.

Ánna Thames lagði með ís á hverjum vetri á miðöldum en er í dag opin siglingarleið allt árið. Korn var ræktað víða á Íslandi á landnámsöld en í dag þykir sauðfjárrækt fýsilegri. Allt breytist, og mennirnir þurfa að breytast með.

Það er sitthvað náttúrulegar breytingar og svo breytingar sem eru af mannavöldum og munu hafa gríðarlega neikvæð áhrif á lífsafkomu milljarða manna - fyrir utan að þú upplýsir greinilega að þú hefur ekki lesið þig til um þetta ef þú heldur því fram að á miðöldum hafi ánna Thames lagt á hverjum vetri... einnig fylgistu lítið með landbúnaði ef þú veist ekki að hér er töluverð kornrækt. Fyrir nú utan það að vísindamenn halda því fram að hlýnunin á miðöldum hafi nokkurn vegin verið staðbundin við Norður Evrópu, sjá á loftslag.is

En takk fyrir innlitið og að hjálpa okkur að bæta textana okkar

Höskuldur Búi Jónsson, 7.10.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er eins og ég sé að öskra - furðulegt hvernig þetta kemur út þegar maður afritar og límir inn í þessa glugga.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.10.2009 kl. 21:37

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjálfsagt er lausnin sú að reisa kjarnorkuver til að framleiða rafmagn, í stað kola- og olíukynntra orkuvera. Þannig er hægt að minnka losun CO2 verulega.

Ágúst H Bjarnason, 8.10.2009 kl. 11:57

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sumir líta á það sem lausn - hér er t.d. einn sem skrifar mikið um að kjarnorkan sé lausnin á loftslagsvandanum: BraveNewClimate

Höskuldur Búi Jónsson, 8.10.2009 kl. 13:12

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er líka hægt að benda á sólar-, vind- og sjávarfallaorku sem sækja mikið fram um þessar mundir, og ekki má gleyma vatnsfallsorku, þar sem þeir möguleikar eru fyrir hendi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 13:39

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Einmitt og osmósuvirkjanirnar sem fjallað var um í þætti Ara Trausta voru mjög áhugaverðar.

Höskuldur Búi Jónsson, 8.10.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband