Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Draumfarir pólfaranna

Hér er frekar neikvæð færsla hjá mér, ef menn vilja vera eingöngu jákvæðir gagnvart rannsóknum á afleiðingum hlýnunar jarðar, þá skulu þeir hinir sömu hætta að lesa núna Devil 

Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð jákvæður þegar ég sá þessa frétt um daginn á mbl.is (Ganga og synda á pólinn). Gott mál var mín fyrsta tilfinning, án þess að hugsa meir út í það, áhugasamir menn að ná í vísindagögn við erfiðar aðstæður.

Eftir á að hyggja, þá sýnist mér þetta hafa verið ansi misráðin för, en kannski hefur hún þó eitthvert auglýsingagildi, vonandi ekki á neikvæðan hátt eins og blessuð Síma-auglýsingin.

Heimasíða eins pólarfarans er eins og eitt allsherjar auglýsingaskilti og heimasíða ferðarinnar er gríðarlega vel hönnuð. Þeir eru vel kynntir og fréttir berast af þeim reglulega. Í gær: British ice expedition fighting for survival og í dag: Arctic ice expedition relief as supply plane lands.

Catlin-Arctic-Survey--002

Hver er tilgangurinn með ferðinni?

Þetta er tekið af heimasíðu ferðarinnar:

Despite the technological advances of the 20th century, we still only have estimates of the thickness of the sea ice cover on the Arctic Ocean. Travelling across the sea ice, the Catlin Arctic Survey team will take precise measurements of its thickness and density. This will enable the programme’s Science Partners to determine, with a greater degree of accuracy, how long the sea ice will remain. Currently, its predicted meltdown date is anywhere between four and a hundred years from now. 

The melting of the sea ice will accelerate climate change, sea level rise and habitat loss on a global scale. Its loss is also a powerful indicator of the effects of human activity on our planet’s natural systems and processes. The Survey’s scientific findings will be taken to the national negotiating teams working to replace the Kyoto Protocol agreement at the UN Climate Change Conference of Parties in Copenhagen in December 2009.

Þar með er það komið, þeir ætla að mæla þykkt norðurheimskautsíssins, mæla þykkt og þéttleika. Tilgangurinn er að áætla hversu langt er í að hann hverfi algjörlega. Svo segja þeir: "Bráðnun hafíss mun hraða loftslagsbreytingum, hækkun sjávarborðs og eyðileggja búsetuskilyrði..." og svo framvegis.

Sem sagt tilgangur með ferðinni er að útkoman sé fyrirfram ákveðin og með þeim gögnum ætla þeir að aðstoða þjóðir heims við að ákveða næstu skref varðandi hlýnun jarðar á ráðstefnunni í  Kaupmannahöfn næsta vetur.

Það er reyndar nóg fyrir mig að vita það að búið er að ákveða niðurstöðuna til að vita að þetta er nær því að vera auglýsing heldur en vísindaferð. En fleira er skrítið við þessa ferð.

-leiðin sem þeir ákváðu virðist vera nokkuð erfið og þar er mikið ísrek (kannski skiptir ekki máli hvaða leið er farin, en kannski var hægt að fara betri leið, miðað við fréttir af þessu þá reka þeir til baka jafnóðum nánast).
-spurning með tímasetningu, betri tíma en hugsanlega var þessi tími valinn til að fá hámarksþykkt íssins

Þrátt fyrir allt eru litlir möguleikar á vísindalegum gögnum

Til að hægt sé að dæma um niðurstöðu rannsóknanna, þá þarf samanburð.
 - Engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar hingað til.

Ókey, Þá þarf að endurtaka þessa rannsókn síðar og á sama stað, eftir sömu línu
 - Rannsókn á þykkt íssins verður aldrei endurtekin á sama stað aftur. Hafís á íshafinu er á reki, hann er að auki misþykkur og því algjör tilviljun hversu þykkur hann er akkúrat þegar gengið er yfir hann (það er allavega mín tilfinning).

Pen_sledge

Vissulega er það niðurstaða út af fyrir sig hversu þykkur rekísinn var akkúrat þarna á akkúrat þessum tíma, en það verður aldrei hægt að bera það raunhæft saman við framtíðarrannsóknir.

En að allri neikvæðni slepptri, þá er þetta vissulega góð auglýsing fyrir þessa gaura og vonandi gengur þeim vel  -  og vonandi verða gögnin þeirra nothæf til einhvers, þrátt fyrir allt.

 


Mótmæli

Vísir, 18. mar. 2009 07:33

Búist við 30.000 mótmælendum á loftslagsráðstefnu

mynd
Mengun. Búist er við fjöldamótmælum þegar Sameinuðu þjóðirnar ræða loftslagsmálin í desember. MYND/AP

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Búist er við að allt að 30.000 mótmælendur hvaðanæva, mæti til Kaupmannahafnar þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. Æfingar eru þegar hafnar því um það bil 200 mótmælendur frá 22 löndum komu saman um síðustu helgi á Nørrebro til að samhæfa aðgerðir fyrir ráðstefnuna. Þegar er vitað að mótmælin verða áköfust undir lok ráðstefnunnar en þá verða allir háttsettustu fulltrúarnir mættir til að missa ekki af lokaathöfninni, segja mótmælendur.þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember.

Sá þessa frétt á visir.is  - merkileg frétt, ég er ekki alveg að fatta hverju á að mótmæla.


Ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvast.

Hérna er áhugaverð frétt af visir.is

Vísir, 17. mar. 2009 08:11

Hætta á flóðum eykst við austurströnd Bandaríkjanna

mynd
Sjórinn við Manhattan í New York.

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Hlýnunin er talin munu valda því að hafstraumar í Atlantshafinu breytist á þann veg að mun meiri sjór berist að austurströnd Bandaríkjanna en áður hefur gerst og muni þessi breyting hækka yfirborð sjávar um allt að 51 sentimetra fyrir eða um árið 2100.

Frá þessu greinir rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature Geoscience í dag en hana framkvæmdu vísindamenn við ríkisháskólann í Flórída. Talsmaður rannsakendanna segir að þetta geti haft töluverða þýðingu fyrir borgir á borð við New York, Boston og Washington þegar fram líða stundir og eru borgaryfirvöld í New York þegar tekin að ræða hvernig bregðast megi við hækkun sjávarborðsins í framtíðinni.

Vísindamennirnir segja áhrif hnattrænnar hlýnunar mun hraðvirkari en áður var talið, til dæmis hafi ýmis reikningsdæmi og spár sem lögð voru fram á stórri loftslagsráðstefnu árið 2007 gjörbreyst nú þegar, innan við tveimur árum síðar.

Mér skilst eftir að hafa lesið sambærilegar greinar um málið á erlendum vefmiðlum að það sé ekki beint meiri sjór sem að muni berast að austurtrönd Bandaríkjanna, heldur muni Norður-Atlanshafsstraumurinn hægja á sér það mikið að sjórinn mun hitna við austurströnd Bandaríkjanna. Við það muni sjórinn í fyrsta lagi þenjast út og sjávarborð rísa (vatn þenst út við hita), auk þess sem hitamismunur á milli hafs og lands eykst og þar með aukast fellibylir og krappar lægðir á þessu svæði - en við krappar lægðir þá rís sjávarborð enn meir (vegna lágs loftþrýstings og vegna þess að vindur ýtir sjóinn upp að landinu).

Það skal tekið fram að greinin birtist í Nature Geoscience og voru niðurstöðurnar fengnar með því að skoða þau loftslagslíkön sem IPCC notaði í sinni samantekt á hlýnun jarðar.

Sjá frétt af Science Daily :Sea Level Rise Due To Global Warming Poses Threat To New York City og af National Geographics news: New York Seas to Rise Twice as Much as Rest of U.S.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨ 

Undirliggjandi í þessari frétt er nokkuð sem ég hef tæpt á áður hér á Loftslagsblogginu, þ.e. breytingar úthafsstrauma.  Mitt helsta áhyggjuefni hvað þetta varðar er möguleikinn á því að kaldur næringarríkur sjór úr norðri hætti að blandast heitum næringaríkum sjó úr suðri - sem myndi hafa geigvænleg áhrif á sjávarlífverur við Íslands strendur. 

Iceland%26Greenland_area_ocean_currents
Hafstraumar við Ísland

Næring átunnar er uppruninn við þessa blöndun og átan er fæða annarra lífvera (t.d. síli, loðnu og síld) sem aftur er undirstaða lífvera hærra í fæðukeðjunni (t.d. þorsks og ýsu). Sem sagt slæmt mál ef þessi blöndun hættir við Íslandsstrendur. [Hér er grein sem er nokkuð löng, en mér sýnist hún fjalla um þetta að einhverju leiti, á eftir að skoða hana - en set hana hér til minnis - Fisheries and aquaculture in the Central North Atlantic (Iceland ...]

Það er þó ekkert að óttast í bili (einhverjir áratugir geta verið í þetta ef spár ganga eftir), því þótt það hafi hægt eitthvað á þessari blöndun þegar ein af pumpunum stöðvaðist (í áratug), þá kom hún sterk aftur til baka árið 2007-2008. Þessi pumpa er keyrð áfram við það kalt þungt vatn í Norður-Atlantshafi sekkur á veturna. Við það þá dregur hann heitan yfirborðssjór úr hitabeltinu norður eftir Atlantshafi. Samkvæmt vísindamönnunum þá hægði á pumpunni vegna hlýnunar jarðar, en ástæða þess að hann fór aftur af stað er talin vera að hluta til vegna þess að veturinn var óvenju kaldur á Norður-Atlantshafi. Sem dæmi þá segir á heimasíðu Veðurstofu Íslands:

Meðalhiti vetrarins var rétt yfir meðallagi í Reykjavík en svo hlýtt hefur verið undanfarin ár að hann var sá kaldasti frá 2002. Á Akureyri var vetrarhitinn -0,6 stig og er það 1 stigi ofan meðallags þó veturinn sé sá kaldasti frá 2002 eins og í Reykjavík.

ice 

Mikill hafís var í Labrador sundinu sumarið áður sem síðan fraus um veturinn, þannig að hafís náði lengra frá landi en venja er. Við það náði kalt loft frá Norður-Ameríku að ferðast lengra yfir ís áður en það fór yfir hlýjan sjóinn. Hitastigsmunurinn setti svo af stað pumpuna. Svo er hér punktur frá vísindamönnunum:

“that the increased liquid and frozen freshwater flux into the Labrador Sea was probably tied to the large export of sea ice from the Arctic Ocean that contributed to the record minimum in sea-ice extent observed in the summer of 2007. Ironically, this disappearance of Arctic sea ice, which has been linked to global warming, may have helped trigger the return of deep wintertime [water sinking] to the North Atlantic.”

Það er sem sagt talið að hér hafi hlýnun jarðar slökkt á pumpunni, en að sama skapi hafi hún sett hana af stað aftur með því að bræða hafís á Norðurskautinu.

Þessi mikli útúrdúr sem þessi færsla hefur farið segir í raun að þó jörðin hlýni, þá er ekki víst að það slokkni á úthafsstraumum endanlega, þó margt bendi til þess að það geti gerst. Ef það aftur á móti gerist, þá yrðu afleiðingarnar nokkuð skelfilegar eins og rannsóknin sem vísað er í, í upphafi færslunar gerir ráð fyrir.  Margt annað má sjá fyrir sér, t.d. geta  afleiðingarnar orðið þær, ef hinn hlýi Norður-Atlantshafsstraumur hægir á sér eða stoppar, að hér geti kólnað umtalsvert, sjá t.d. Could Global Warming Cause a Mini Ice Age?


Age of Stupid

Senn kemur út mynd sem ég ætla að sjá, þrátt fyrir og kannski vegna þess hversu dramatísk hún virðist vera.  Hún heitir The Age of Stupid.

Hér er trailer, en það er byrjað að sýna myndina á Englandi, en ég hef ekki heyrt af því hvort hún verði sýnd hér.

Þetta er heimsendamynd í heimildarmyndastíl hef ég heyrt og ef ég skil plottið rétt, þá er einhver sagnfræðingur í framtíðinni að skoða heimildir frá árinu 2015 þegar allt fer til andskotans hér á jörðinni vegna hlýnunar jarðar.  


Brot úr þætti Sir David Attenborough

Hér er smá brot úr þætti David Attenborough, The truth about climate change, sem sýndur var held ég í fyrravetur á RÚV.


Jákvæð frétt

Mér þótti rétt að benda á þessa frétt, það er spurning hvort við ættum að sækja um, afturvirkt Wink
mbl.is Japanir beita grænum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ACRIM eða PMOD - deilur um útgeislun sólar

Fólk hváir sjálfsagt yfir titlinum á þessari færslu, leyfið mér að útskýra:

Ég var að skoða enn sem áður fyrr bloggsíðu Ágúst H Bjarnasonar,, en hann er hafsjór fróðleiks um loftslagsmál. Hann hallast örlítið í efasemdarátt um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum (vona að honum sé sama þótt ég túlki skoðanir hans svona, en oftar en hitt þá kemur hann með hlið efasemdarmanna).

Hann setti inn á bloggsíðu sína nýja grein sem segir að útreikningar á útgeislun sólar útfrá gervihnattamælingum bendi til þess að það sé mögulega sólin sem sé að valda hlýnun á jörðinni.

Málið snýst um að túlka gögn sem líta svona út og fá þau til að fitta saman svo það verði samfeldur ferill samanber eyðuna sem kölluð er ACRIM GAP á myndinni (þannig skil ég það allavega eftir að hafa reynt að lesa mig til á netinu):

earth_obs_fig1
Daglegt meðaltal útgeislunar sólar frá nokkrum mismunandi gervihnöttum frá nóvember 1978 (mynd frá acrim.com - smella á tvisvar til að fá stærri útgáfu).

Tveir hópar hafa túlkað gögn frá þessum gervihnöttum á mismunandi hátt

earth_obs_fig27
Túlkun PMOD (mynd frá acrim.com - smella á tvisvar til að fá stærri útgáfu).

PMOD túlkar gögnin á þann hátt að sólin hafi minnkað lítillega útgeislun sína á þessu tímabili (nánast staðið í stað fyrir utan reglulegar sveiflur).
Niðurstaða: Hlýnun undanfarna áratugi tengjast ekki virkni sólar og því er hlýnunin af mannavöldum.

 

earth_obs_fig26
Túlkun ACRIM (mynd frá acrim.com - smella á tvisvar til að fá stærri útgáfu).


ACRIM túlkar gögnin á þann hátt að sólin hafi aukið lítillega útgeislun sína á þessu tímabili.
Niðurstaða: Hlýnun undanfarna áratugi tengjast mögulega aukinni virkni í sólinni og því er hlýnunin ekki af mannavöldum

Það kemur kannski ekki á óvart en báðir aðilar segja hinn hafa túlkað gögnin vitlaust, sjálfsagt verður um það deilt áfram á næstunni eftir þessa nýju grein, en auðvitað er nauðsynlegt að hafa gögnin rétt.

Svo er það aftur spurning hvort þessi munur skipti miklu máli, það má segja að annar höfunda greinarinnar sem vísað er í sé búinn að breyta skoðun sinni örlítið, en árið 2006 var niðurstaða Scafetta þessi:

since 1975 global warming has occurred much faster than could be reasonably expected from the sun alone.

Lauslega þýtt: "Frá 1975 hefur hlýnun jarðar átt sér stað mun hraðar heldur en raunhæft er að ætla frá sólinni einni." En nú er komið annað hljóð í strokkinn (úr greininni 2009):

Increasing TSI between 1980 and 2000 could have contributed significantly to global warming during the last three decades

Ekki beint afdrifarík niðurstaða, en lauslega þýtt þá segir: "Aukning á útgeislun sólar milli 1980 og 2000 gæti hafa stuðlað marktækt að hlýnun jarðar síðustu þrjá áratugi". 

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu, en þar sem þetta er frekar ný grein þá hefur ekki orðið mikil umræða um hana á netinu. Ég hugsa að það sé rétt að fylgjast vel með þessari umræðu, en jafnframt passa sig á því að þarna er um lítinn mun á breytingum á útgeislun sólar (á milli þessara túlkana), það lítil breyting að ekki verður hægt að skýra út hlýnun jarðar út frá sólinni einni, jafnvel þó maður taki niðurstöðu ACRIM sem þá einu réttu (þannig skil ég allavega þær umræður sem ég hef lesið um þessar túlkanir).

p.s. ef ég fer með miklar fleipur í þessari færslu þá endilega leiðréttið mig, ég er enginn sérfræðingur í svona gögnum


Orkusetur

Heimasíða Orkuseturs er nokkuð góð. Þar eru reiknivélar sem reikna út eyðslu mismunandi tegunda bíla og nú er komin reiknivél sem sýnir munin á glóperum og sparperum (auk annarra reiknivéla). Sjá reiknivélarnar hér.

Við Íslendingar erum fámenn þjóð, dælum reyndar slatta af CO2 út í loftið miðað við höfðatölu (11,5 tonn á ári sem er meira en hin norðurlöndin), en notum þó að mestu "endurnýtanlegar" orkuauðlindir til framleiðslu á raforku (endurnýtanlegar eru innan gæsalappa, því líftími virkjana er mismunandi).

Nú þegar bensín og olía eru jafn dýr og hefur verið síðastliðin misseri og við erum í miðri kreppu, þá er um að gera fyrir hvern og einn að vanda valið á bifreiðum, því það er mikill munur á því hvað þær eyða á hundraðið að meðaltali (að auki minnkar þú útblástur ef vel er valið sem er óneitanlega mikill  kostur). Ef þú þarft að skipta um bíl, skoðaðu þá vel reiknivélina sem ber saman eyðslu mismunandi bifreiða: Samanburður á bifreiðum.  

Einnig er um að gera að reyna að spara raforku:  Perureiknir


Myndband

Mig langaði að prufa að setja inn svona YouTube-myndband og hér er það fyrsta.


Pólitík í loftslagsmálum

Pólitík þeirra sem hafna hlýnun jarðar af mannavöldum 

Davíð Gíslason skrifaði áhugaverðan pistil um Afneitunarvélina. Mæli með þeim pistli og ekki síst fréttaskýringunni sem hann vísar í (Denial Machine). Ég kann ekki að setja inn myndbönd enn sem komið er, en hér er skjáskot (screenshot) af myndbandinu sem er fréttaskýring CBCNews frá 2007.

Denial Machine

Smellið hér til að skoða myndbandið.

Þetta myndband segir meðal annars að það séu sterk öfl sem standa á bak við afneitun um hlýnun jarðar af mannavöldum, öfl með það að markmiði að stjórna sjónarmiðum almennings (olía og Bush kemur oft fyrir). Þessi fréttaskýring er sannfærandi, en dæmið það sjálf (sirka hálftíma þáttur).

Það setur einmitt ráðstefnu þeirra sem afneita hlýnuninni í ákveðið samhengi, en hún var í boði Heartlands, hér er heimasíða ráðstefnunarinnar.

Það skal ekki rugla þessa ráðstefnu saman við ráðstefnuna í Kaupmannahöfn sem var í fréttum hér, en eftir því sem ég best veit þá voru ekki nein hulin öfl sem stóðu að þeirri ráðstefnu).

Pólitík þeirra sem aðhyllast kenningum um hlýnun jarðar af mannavöldum 

Svo sá ég í athugasemd á blogginu hans Ágústar svar sem Finnur Hrafn Jónsson sendi frá sér, en þar segir hann að Hadley rannsóknamiðstöðin sé sambærilegur þrýstihópur (með hlýnun) og Heartland (sem er á móti). Hann nefndi að Hadley miðstöðin hafi verið sett á laggirnar af járnfrúnni sjálfri (Margaret Thatcher) á níunda áratug síðustu aldar og að hún hafi haft það fyrst og fremst að markmiði að sanna gróðurhúsaáhrifin (til að koma höggi á kolanámumenn). Einn af grunnunum í niðurstöðum IPPC sé síðan fengin frá Hadley miðstöðinni og geri þær niðurstöður tortryggilegar. Það er reyndar ámælisvert að auki það sem Finnur sagði; að ekki fengist leyfi til að skoða hrágögn þau sem samstarfsmaður Hadley notar (P.D.Jones), né yfirfara úrvinnsluaðferðir þeirra. 

Hvað er þá rétt að gera?

Það er greinilegt að það er pólitík í gangi varðandi umræðu um hlýnun jarðar, þó meiri en ég hafði gert mér grein fyrir (áður en ég fór að skoða þetta af einhverju ráði).

Hitt er þó annað að ef ég ætti að veðja á hvor væri líklegri að hafa "illt" í huga, þá væru það olíufyrirtækin sem styrkja Heartland stofnunina, enda hafa þeir gríðarlegra hagsmuna að gæta (peningalega séð)... mér finnst ólíklegra að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi sé enn að reyna að koma höggi á kolanámumenn sína, en hvað veit maður.

En ég hugsa að þegar allt kemur til alls, þá séu yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna óháður pólitík, hvað varðar niðurstöður þeirra rannsókna. Yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna virðast aðhyllast kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum.

Það er þó rétt að hafa eyrun áfram opin, þó allt virðist áfram benda til þess að við sem núna lifum séum að fara að verða vitni að okkar eigið sjálfskapaða helvíti, ef svo má að orði taka Devil


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband